Upplýsingar um skráningu og annað! |
![]() |
![]() |
![]() |
Skrifað af: Ingimundur Norðfjörð |
Laugardagur, 08. maí 2010 18:47 |
Komiði sæl og velkomin á nýja heimasíðu fyrir yngriflokka Reynis Sandgerði. Inná síðunni er hægt að skoða leikmenn allra flokka, myndir af leikmönnum og af mótum, skoða fréttir og einnig hægt að taka þátt á spjallborði. Höfum við sett upp spjallborð á síðunni, svo allir geti skrifað inn fréttir á spjallborðið þarf hver og einn að skrá sig inn á "Innskráning" sem er að finna á forsíðunni. Þegar það er komið þá eruði tilbúin til þess að taka virkan þátt á spjallborðinu.Myndaalbúmin eru nokkur og væri það frábært ef foreldrar og aðrir sem tengdir eru klúbbnum væru duglegir að senda inn myndir til að bæta inná síðuna. Viljum við einnig fá gamlar myndir inná síðuna frá þeim tíma þegar þið Sandgerðingar voruð að spila knattspyrnu í yngriflokkum. Fréttir eru fyrir hvern flokk og er auðvellt að fylgjast með því hvað er að gerast hjá hverjum flokk fyrir sig, einnig er hægt að setja inn "comment" eða "segja sitt álit" á fréttir og geta allir komið með spurningar tengdar fréttinni. Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega látið í ykkur heyra. Kær kveðja Ingimundur þjálfari |
FÚSI ehf.
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í sandblæstri og málningu auk járnvinnu, nýsmíði, viðgerðum og fleira.