Nýjar og gamlar myndir |
Skrifað af: Ingimundur Norðfjörð |
Miðvikudagur, 12. maí 2010 22:19 |
Sæl og blessuð Allir þeir sem eiga nýjar eða gamlar myndir af krökkunum að keppa, æfa eða jafnvel spila fótbolta geta nú sett þær myndir inná vefinn. Hef ég útbúið albúm inná "Myndir", t.d. Shellmót 08 og 09, Kaupþingsmótið 09. Ef þið eruð með myndir frá þeim mótum þá getið þið sett þær inná vefinn. Einnig er hægt að setja inn á "Blandaðar myndir" þær myndir sem eiga ekki við eitthvað sérstakt albúm. Til þess að setja inn mynd þá þarf einungis að skrá sig inná vefinn í "Innskráning" og þá getiði byrjað! :DTil þess að setja mynd inn þarf að gera eftirfarandi: -> Fara inní þá möppu sem myndin á að fara inní. -> Smella svo á "Browse" sem er neðarlega á síðunni. -> Velja svo mynd og smella á "Open"(það er hægt að smella á Browse oftar en einusinni og velja margar myndir áður en haldið er áfram í næsta skref) -> Svo skal smella á "Upload" og þá fara myndirnar inná möppuna. Það er ekki flóknara en þetta að setja inn myndir og vona ég að allir sem eiga myndir og eru að taka myndir verði duglegir að deila þeim með okkur hinum. Kær kveðja Ingimundur þjálfari |
FÚSI ehf.
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í sandblæstri og málningu auk járnvinnu, nýsmíði, viðgerðum og fleira.
Álit
Alltaf gaman að sjá nýjar myndir af krökkunum spila fótbolta
Endilega verið dugleg að setja inn myndir og ekki hika við að hafa samband við mig(Ingimundur) svo ég geti búið til möppur fyrir ykkur ef þið eruð með myndir af sérstökum mótum.
kv.
Ingimundur
kv.
Magga Sigurvinsd.