Fyrsti leikur 4.fl karla á Íslandsmótinu |
Skrifað af: Ingimundur Norðfjörð |
Miðvikudagur, 02. júní 2010 00:11 |
4. flokkur karla mætti á Grundarfjörð kl 16:40 og átti leik kl 17:00 þriðjudaginn 1. júní gegn Snæfellsnes.
Þeir keppa í sumar í 7 manna liðum og var þetta fyrsti leikur á Íslandsmótinu. Voru strákarnir mjög sprækir í upphitun eftir langan akstur og stefndi allt í hörkuleik hjá þeim. Strákarnir hjá Reyni byrjuðu leikinn á góðri sókn sem skilaði marki eftir um 1 mínútu leik og skoraði Jón Eðvald Ríkharðsson það mark. Eftir það mark voru Reynismenn með algera stjórn á leiknum og komu sér fljótt í 2-0 forustu eftir annað mark hjá Jóni. Eftir það róaðist leikurinn aðeins og Snæfellingar fengu að leika sér aðeins með knöttinn. Strákarnir voru vel stemmdir í leikinn og léku frábæran fótbolta á Grundarfirði, lokatölur í leiknum 5-2 fyrir Reyni og skoruðu mörkin þeir Jón Eðvald Ríkharðsson (4) og Ingimar Jenni Ingimarsson (1). Góð byrjun á sumrinu hjá strákunum og eiga þeir næst leik á Íslandsmótinu þann 15. júní gegn Álftanes á Sandgerðisvelli. Til hamingju með sigurinn í dag 4. flokkur og ÁFRAM REYNIR! Kveðja Ingimundur þjálfari |
FÚSI ehf.
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í sandblæstri og málningu auk járnvinnu, nýsmíði, viðgerðum og fleira.