Norðurálsmótið 2010 |
Skrifað af: Ingimundur Norðfjörð |
Mánudagur, 14. júní 2010 22:22 |
Norðurálsmótið 2010
Á Akranesi
Kæru foreldrar og forráðamenn, nú fer að líða að því að Norðurálsmótið gangi í garð og er það haldið á Akranesi og hefst 18. júní. Reynir Sandgerði fer með 2 lið og eru alls 18 strákar sem taka þátt í mótinu hjá okkur.
Hér að neðan má finna helstu upplýsingar um mótið.
Hér er dagskrá mótsins og helstu upplýsingar um mótið. ->
Hér er keppnisfyrirkomulag mótsins ->
Hér er hægt að skoða nýjustu fréttir af mótinu ->
Einnig vill ég bæta við og minna fólk á varðandi tjaldstæði.
FYRIR FJÖLSKYLDUR
TJALDSTÆÐI Opinbert tjaldstæði Akranesbæjar með allri þjónustu er staðsett vestan til í bænum, rétt hjá bensínstöðinni olís. Tjaldstæði fyrir fjölskyldur keppenda er á grasflötum norðan og austan keppendasvæðið. Tjaldstæðið opnar kl. 12:00 fimmtudaginn 17.júní. Þarna verður sett upp snyrtiaðstaða eða kamrar og útiþvottaaðstaða. Ekki er rafmagn á tjaldstæðinu. Verð fyrir dvöl á tjaldsvæði mótsins er 3000 kr. á hvern ferðavagn (tjald/hjólhýsi/fellihýsi/húsbíl). Ekki er heimilt að tjalda á lóðinni við Grundaskóla. Veitingasala er í Safnaskálanum við Byggðasafnið, og á golfvellinum. Vinsamleg tilmæli eru svo um að gestir á tjaldsvæði virði almennar umgengisreglur og njóti þess að eyða helginni í faðmi fjölskyldunnar og fylgjast með keppni barna sinna án neyslu áfengis. Einnig vill ég bæta við að Keppnislið fá afmarkað svæði á tjaldsvæði og er hægt að koma á svæðið þann 17.júní. Skrúðganga hefst á Föstud. 18. júní kl 11:15 og er mælt með að ekki sé mætt seinna en 09:00 á Föstudeginum.
Þeir sem hafa spurningar varðandi mótið endilega hafið samband við mig undirritaðann í síma 865-2131 eða
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Kær kveðja
Ingimundur Þjálfari |
FÚSI ehf.
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í sandblæstri og málningu auk járnvinnu, nýsmíði, viðgerðum og fleira.