Lost your password?

Reynir

Knattspyrnuskóli Reynis sumarið 2010 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ingimundur Norðfjörð   
Föstudagur, 16. júlí 2010 15:01

Knattspyrnuskóli Reynis sumarið 2010

Í sumar verður Knattspyrnudeild Reynis með knattspyrnuskóla fyrir krakka á aldrinum 6 – 16 ára. Knattspyrnuskólinn stendur yfir á milli kl. 14:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga.

Lögð verður áhersla á kennslu í grunnþáttum knattspyrnunnar með skemmtilegum leikjum og æfingum.

Margt verður einnig til gamans gert og munu meðal annars þekkt andlit af báðum kynjum úr íslensku knattspyrnunni kíkja í heimsókn. Auk þess verða margs konar keppnir s.s. HM, vítakeppni og knattþrautir.

Leiðbeinendur skólans verða þeir Sinisa Valdimar Kekic og Jóhann Magni Jóhannsson, leikmenn meistaraflokks.

Knattspyrnuskólinn stendur yfir í 3 vikur frá 19. – 29.júlí og 9.- 12.ágúst.


Vika 1


19. - 22. júlí


Vika 2


26. - 29.júlí


Vika 3


9.–12.ágúst

Einnig verður hægt að skrá sig á hverja viku, en skólinn er þó settur upp miðað við   þátttöku í þessar 3 vikur.

Verðið fyrir staka viku er 4.000.-  kr., en 10.000.- kr fyrir 3 vikur.

Veittur er 20% systkinaafsláttur. Hægt er að nýta sér hvatningastyrk Sandgerðisbæjar.

Skáning fer fram í Reynisheimilinu dagana  12. – 16.júlí frá kl. 08:00-17:00 eða á netfanginu Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  

Hvetjum alla til að skrá sig.
  Knattpyrnudeild Reynis í Sandgerði


 

Segja mitt álit

Öryggiskóði
Endurnýja

Myndir

Sjá allar myndir
Hér má sjá myndir af handahófi úr öllum flokkum. Ef þú átt myndir til að setja inn á síðuna, endilega hafðu samband við tengiliði.

Styrktaraðilar

FÚSI ehf.
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í sandblæstri og málningu auk járnvinnu, nýsmíði, viðgerðum og fleira.

Sjá alla styrktaraðila

Tengiliðir

Gunnlaugur Kárason
Sími: 897-5216
Ómar Svavarsson
Sími: 869-2068

Sjá alla tengiliði